Þriðjudagur 29.07.2014 - 22:03 - FB ummæli ()

Tilviljun; númer 56

Áðan var ég að koma hjólandi úr Vesturbæjarlauginni og á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar hjólaði ég framhjá manni sem mér sýndist í fyrstu vera Þór Eldon tónlistarmaður og skáld. Þá hafði ég þó skömm sé frá að segja ekki leitt hugann að Þór Eldon í háa herrans tíð og áreiðanlega ekki séð hann í mörg mörg ár. En ég sá fljótt að þetta var ekki Þór Eldon, þótt maðurinn væri vissulega svolítið svipaður honum að yfirbragði.

Svo hjólaði ég áfram sem leið lá austur Hringbrautina og á móts við Útilegumann Einars Jónssonar kom svartklæddur maður hjólandi á móti mér og úr því sem komið er þá þarf varla að taka fram að það var auðvitað Þór Eldon.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!