Miðvikudagur 23.07.2014 - 22:22 - FB ummæli ()

Rasismi er víða

„Bardagahvötin er eðli Arabans. Hann er óvinur í eðli sínu. Persónuleiki hans leyfir honum ekki málamiðlanir. Það skiptir ekki máli hvaða mótspyrnu hann mætir, eða hvaða verð hann þarf að greiða. Tilvera hans er endalaust stríð.“ 

Ef einhver hefði vogað sér að segja þetta um Bandaríkjamenn, eða Rússa, eða Gyðinga, eða Afríkumenn, eða Kínverja, eða Japani, þá hefði sá hinn sami verið úthrópaður sem fordómafullur rasisti.

En maðurinn sem sagði þetta naut reyndar heilmikillar virðingar í heimalandi sínu Ísrael, þar sem hann hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir fræðastörf sín.

Og ól upp þrjá stráka.

Hann hét Benzion Netanyahu og var faðir Benjamins Netanyahus, núverandi forsætisráðherra Ísraels.

Hann sagði þetta ekki í einhverjum ungæðislegum bjánaskap, heldur árið 2009, rétt áður en hann dó í hárri elli.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!