Föstudagur 21.06.2013 - 09:05 - FB ummæli ()

Hver kaus Sigurð Inga til þess arna?

Sjáið þessa frétt – og grátið.

„Umhverfisráðherra endurskoðar friðlýsingu Þjórsárvera.“

Þessi fjögur orð eru beinlínis hrollvekjandi.

Hvernig gerðist þetta – að meintur umhverfisráðherra láti sér detta annað í hug en stefna eindregið að hinni ýtrustu friðlýsingu þeirrar ómetanlegu náttúruperlu sem Þjórsárver eru?

Sigurður Ingi Jóhannsson er náttúrlega maðurinn sem sagði að nú ætti að fara að horfa á umhverfisvernd frá sjónarhóli nýtingar.

Ehemm.

Og á það sjónarmið þá bara að fara að ráða?

Hver – með leyfi að spyrja – kaus Sigurð Inga Jóhannsson í síðustu kosningum til að gera annað eins og þetta?

Næst gæti Sigurði auðveldlega dottið í hug að horfa á Gullfoss frá sjónarhóli nýtingar.

Ég ítreka: Hverjir lýstu í kosningunum vilja til þess arna?

Ég er ekki í minnsta vafa að mjög stór meirihluti þjóðarinnar mundi kjósa sem allra mesta friðlýsingu fyrir Þjórsárver?

En á þá bara að Sigurður Ingi að fá að ráða þessu?

Og reyndar Ragnheiður Elín iðnaðarráðherra – sem beinlínis fyrirskipaði Sigurði í gær að gera þetta. Sjá hér.

Úff.

Það er haldlaust geip hjá þessari ríkisstjórn að holtaboltast á sauðskinnsskónum um þjóðmenningu en gefa svo „nýtingaröflunum“ færi á gersemi eins og Þjórsárverum.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!