Laugardagur 15.06.2013 - 09:49 - FB ummæli ()

Á að reka Ísland eins og meðalstórt bandarískt fyrirtæki?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson hafa ákveðið að Vigdís Hauksdóttir sé einmitt rétti maðurinn til að veita forstöðu fjárlaganefnd Alþingis, valdamestu þingnefndinni og þeirri sem í raun ákveður hvernig við viljum hafa samfélag okkar.

Og Vigdís er byrjuð að gefa yfirlýsingar:

„Vinstri stefna gengur út á það að koma sem flestum á bætur sem dæmi og að það sé verið að flytja til fjármagn með skatttekjum ríkisins og svo eru það alltaf einhverjir háir herrar sem deila því út aftur til baka. Það er svona stefna sem er rekin í þágu Evrópusambandsins sem er ekkert annað er risastór félagsmálastofnun. Þannig að þessari leið ætlum við Framsóknarmenn að fara af.“

Mér þætti gaman að vita hvort almennir framsóknarmenn deila þessari sýn Vigdísar Hauksdóttur af félagshyggjunni, sem Framsóknarflokkurinn hefur á stundum viljað kenna sig við.

En einkum og sér í lagi langar mig að varpa þeirri fyrirspurn til Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar, ábyrgðarmanna Vigdísar Hauksdóttur, hvernig þeim falli við þá stefnuyfirlýsingu hennar að „Ísland sé á við meðalstórt bandarískt fyrirtæki og tími kominn til að reka það sem slíkt“.

Meðalstór bandarísk fyrirtæki eru rekin í ágóðaskyni fyrir eigendur sína. Allt verður að víkja fyrir kröfu arðseminnar.

Deila Sigmundur Davíð og Bjarni þeirri hugsjón Vigdísar Hauksdóttur að þannig eigi að reka íslenskt samfélag?

Svar óskast.

Það væri líka fróðlegt að heyra í almennum sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum um þetta atriði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!