Laugardagur 11.06.2011 - 16:54 - FB ummæli ()

Gott að losna við „Sigurdsson“ og „Jonsdottir“

Það er nú kannski ekki eins og það skipti allra mesta máli í heiminum, en ég hef margoft kvartað undan því að þegar íslensk íþróttalandslið birta nöfn leikmanna sinna á búningunum, þá hafa þau hingað til fylgt útlenskum nafnahefðum, en ekki hinni íslensku.

Á búningunum hefur staðið „Guðjohnsen“ eða „Sigurdsson“, eða þá „Vidarsdottir“ og „Jonsdottir“.

Í staðinn fyrir bara Eið Smára og Gylfa, eða Margréti Láru og Katrínu.

Það hefur alls ekki verið nein kvöð frá útlenskum fótboltasamtökum um að fylgja útlenskum hefðum að þessu leyti.

Það sjáum við af því að til dæmis brasilísk lið og spænsk nota óhikað skírnarnöfn leikmanna sinna, og jafnvel gælunöfn.

Nú sé ég að U-21 liðið í Danmörku er loksins búið að breyta þessu. Aftan á búningunum þeirra er fylgt íslenskri nafnahefð, svo þar stendur „Gylfi“, „Aron Einar“, „Bjarni Þór“ og svo framvegis.

Gott, mjög gott.

Við eigum að halda sem best í þá hefð að nota skírnarnöfnin okkar.

Nú ættum við að hvetja atvinnumennina okkar að taka sama sið hjá félagsliðum sínum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!