Þriðjudagur 14.06.2011 - 08:59 - FB ummæli ()

Viðbrögð við skýrslu um þögn kirkjunnar? Þögn!

„Biskup rýfur þögnina,“ segir fyrirsögn á Vísi um biskupsmálið.

Það eru jú fjórir eða fimm dagar síðan skýrslan um viðbrögð kirkjunnar við kynferðisbrotamálum kom út.

Karl hefur ekki talað fyrr en nú.

Eins og ég hef margtekið fram – persónulega er mér hlýtt til Karls Sigurbjörnssonar.

En mér þykir hann gerast æ … óheppnari í starfi, skulum við kalla það.

Það kemur út skýrsla um stór skaðlega þöggun starfi kirkjunnar.

Og hvað gerir Karl?

Byrjar á því að þegja.

Setur á smá þöggun – þó ekki sé nema í fjóra fimm daga.

Kannski bara til að sýna að biskup geti það ennþá.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!