Færslur fyrir júní, 2011

Þriðjudagur 07.06 2011 - 11:21

Hver ber ábyrgð?

Ég ætla ekki að hafa mikla skoðun á Landsdómskærunni gegn Geir Haarde. Nema mér finnst undarleg sú gífurlega hneykslun sem margir hafa lýst vegna kærunnar. Ef lög um ábyrgð ráðherra eiga yfirleitt að vera til staðar í lögum, um hvað eiga þau að gilda ef ekki algjör efnahagshrun og hugsanlega ábyrgð ráðamanna á því? Hitt […]

Sunnudagur 05.06 2011 - 22:48

Má ég biðja um glóbal vormíng?

„Veður fer kólnandi,“ sagði veðurfréttamaðurinn í útvarpinu hinn rólegasti nú um kvöldmatarleytið. Kólnandi?! Já takk kærlega fyrir. Undanfarnar nætur hefur verið 4-5 stiga næturfrost í uppsveitum Rangárvallasýslu. Ég þori ekki einu sinni að hugsa til þess hvernig birkinu mínu upp við Heklurætur líður. Þessum litlu greyjum sem ég potaði niður í vor, beint oní þessa […]

Föstudagur 03.06 2011 - 22:38

Dómur er fallinn, og hún er ljót!

Ég hef reynt, ég má eiga það. Ég hef gefið henni hvern þann séns sem ég hef getað. Enda er það mála sannast að ekki get ég breytt henni. Og ég þarf að sitja uppi með hana þangað til ég dey. Því er eins gott að ég sætti mig við hana. En ég hef sem […]

Föstudagur 03.06 2011 - 20:07

Hver er þörfin?

Gunnar Smári Egilsson er og verður umdeildur maður fyrir ævintýri sín í fjölmiðlaheiminum hér fyrr á árum, en það blandast engum hugur um að hann getur verið fjári skarpskyggn. Nú er hann orðinn formaður SÁÁ  og má búast við að hann berjist skörulega fyrir málstað samtakanna. Í seinni hluta þessa pistils hér á heimasíðu SÁÁ skammast […]

Föstudagur 03.06 2011 - 15:56

Aldrei í lífinu!!

Það er spurning hvað maður hefur mikið hugmyndaflug. Stundum finnst mér ég vera ógurlega trénaður, en öðrum stundum fljúga með himinskautum hugans. Og þá tel ég mér trú um að ég sé svakalega hugmyndaríkur og geti látið mér detta í hug nánast hvað sem er. Ég vona að það sé ekki alveg tóm vitleysa. En […]

Miðvikudagur 01.06 2011 - 11:38

Vantar okkur ekki fólk?

Ég fór áðan með 12 ára syni mínum að vera við skólaslit hans, og afhendingu einkunna. Allt fór það vel fram. En svo sagði kennarinn að lokum að næsta vetur yrðu þrjár breytingar á bekknum. Tveir nemendur færu í aðra skóla á höfuðborgarsvæðinu af því þeir væru fluttir úr hverfinu. Þriðji nemandinn hefði hins vegar […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!