Miðvikudagur 01.06.2011 - 11:38 - FB ummæli ()

Vantar okkur ekki fólk?

Ég fór áðan með 12 ára syni mínum að vera við skólaslit hans, og afhendingu einkunna.

Allt fór það vel fram.

En svo sagði kennarinn að lokum að næsta vetur yrðu þrjár breytingar á bekknum.

Tveir nemendur færu í aðra skóla á höfuðborgarsvæðinu af því þeir væru fluttir úr hverfinu.

Þriðji nemandinn hefði hins vegar farið úr landi í gærmorgun, og kæmi ekki aftur.

Þetta er strákur frá Moldovu, sem hefur verið í þrjá vetur í bekk með honum syni mínum.

Fyrstu veturnir voru drengnum víst fremur erfiðir, en nú síðasta vetur hefur hann fallið æ betur inn í hópinn.

En nú, sagði kennarinn, „fengu foreldrar hans ekki að búa lengur á Íslandi“.

Ég veit ekkert um þessa fjölskyldu, eða málefni hennar.

En ósköp var leiðinlegt að heyra að eftir þrjú ár á Íslandi fengi fólk ekki lengra leyfi til að dvelja hér.

Vantar okkur ekki fólk?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!