Föstudagur 17.06.2011 - 19:24 - FB ummæli ()

Ákall til tónskálda

„Hei hó jibbí jei og jibbí jei … það er kominn sautjándi júní.“

Þetta lag er, heyrist mér bæði af bæði útvarpinu og sjónvarpinu, orðið hið opinbera þjóðhátíðarlag Íslands.

Nú er vissulega ekki í tísku að biðja um eitthvað of innblásið og þjóðrembulegt, en er samt ekki hægt að búa til eitthvað aaaaaaaðeins skárra en þetta?

Með fullri virðingu, og framvegis.

Ég á við skemmtilegra lag, með betri og ööööörlítið háleitari texta.

Samt ekki eitthvað hátíðlegt – fyrir alla muni.

Bara betra.

Tónskáld Íslands og textahöfundar, hvar eruð þið?!!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!