Miðvikudagur 29.06.2011 - 17:44 - FB ummæli ()

Rasisti í skógrækt

Fyrr í dag ók ég Öxnadalinn með eitthvað af fótboltastrákum aftur í.

Ég bauðst til að fræða þá um Jónas Hallgrímsson, en það var lítill áhugi á því.

Þegar ég fór hins vegar að horfa í kringum mig rann það upp fyrir mér að líklega eru töluvert mörg ár síðan ég hef keyrt þessa leið.

Því norðan megin í dalnum var á einum eða tveimur stöðum kominn býsna þéttur og mikill greniskógur sem ég mundi ekki til að hafa veitt athygli áður.

Og ég verð að segja að svo mikill rasisti er ég í skógræktarmálum að ég kunni hreint ekki nógu vel við þetta.

Æ, ég hefði svo miklu frekar viljað að þetta væri birkiskógur!

Ég reyndi að sjá fyrir mér hvar Jónas Hallgrímsson reikaði um innan um grenitrén og orti ljóð um köngla en það gekk ekki nógu vel.

Loks spurði ég fótboltadrenginn minn:

„Hvernig finnst þér þessi skógur?“

Hann rétt leit upp úr tölvuleikjatímaritinu sem hann var að blaða í og gaut augunum að skóginum.

„Útlandalegur,“ sagði hann svo og hélt áfram að lesa blaðið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!