Laugardagur 21.07.2012 - 14:43 - FB ummæli ()

Oft var þörf en aldrei sem nú

Mín góða móðir, Jóhanna Kristjónsdóttir, hefur í félagi við margt gott fólk unnið þrekvirki hin síðustu ár við að styrkja skólastarf fyrir fátæk börn í Jemen. Hefur það verið gert undir merkjum hins svonefnda Fatímusjóðs.

Vegna upplausnar í Jemen síðustu misserin hefur Fatímusjóðurinn nú um hríð snúið sér að öðrum verkefnum, og í vikunni var veitt rúmlega 1,5 milljón til Hjálparstarfs kirkjunnar sem nota skal til að grafa brunna í Eþíópíu.

Og þá fékk UNICEF þrjár milljónir til að hjálpa vannærðum börnum í Jemen, en þau eru mörg eftir rósturnar þar að undanförnu.

Nú beinir Fatímusjóðurinn athygli sinn að Sýrlandi og þarf ekki að orðlengja hvaða hörmungar þar er við að stríða. Börn eru alltaf fórnarlömb í stríðsátökum, en í Sýrlandi nú virðast menn forsetans ganga fram af óvenjulegu miskunnarleysi og grimmd gegn börnum.

Fatímusjóðurinn ætlar að safna fé fyrir stríðshrjáð börn í Sýrlandi og ef einhverjum er hægt að treysta til að koma hjálparfé til þeirra aðila sem raunverulega þurfa á því að halda, þá eru það móðir mín og félagar hennar.

Leggið endilega inn á söfnunarreikning Fatímusjóðs – það þarf ekki mikið frá hverjum einstaklingi til að það skipti máli.

Reikningsnúmer er 342-13-551212, og kt. 140240-3979.

Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!