Fimmtudagur 27.12.2012 - 20:56 - FB ummæli ()

Vídeóleigan og 300 milljón króna lánið

Þeir sem fóru fyrir „íslenska efnahagsundrinu“ halda því stundum fram að bankahrunið haustið 2008 hafi nú eiginlega alls ekki verið þeim að kenna.

Það hafi nefnilega orðið alþjóðleg peningakreppa, eða eitthvað, sem þeir hafi ekki átt neina sök á.

Og svo fara þeir að tala um Lehmann Brothers, og fyrr en varir eru þeir hvítþvegnir allir að sjá.

Sjálfsagt er eitthvað til í því. Ég er alveg til í að trúa því.

En svo sér maður fréttir eins og þessa hér:

 

 

Og þá rifjast aftur upp fyrir manni hvílík dómadags þvæla hefur verið á ferðinni hér. Að vídeóleiga hafi árið 2007 fengið 300 milljónir króna að láni – einmitt í þann mund að fyrirsjáanlegt mátti heita að vídeóleigur ættu ekki ýkja mörg ár eftir ólifuð í óbreyttri mynd – það er náttúrlega svo klikkað að þetta gat varla endað öðruvísi en með ósköpum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!