Mánudagur 28.03.2011 - 10:29 - FB ummæli ()

Hver á að fá fálkaorðuna?

Á Vísi.is birtist sú fregn að fálkaorða sé til sölu á netinu.

Það fylgir sögunni að þessi fálkaorða hafi verið veitt fyrir 1977.

Það er þá til dæmis væntanlega ekki Sigurður Einarsson sem er að selja fálkaorðuna sína.

En það vekur athygli mína hvað orðan er ódýr.

Hún er til sölu á 170 þúsund.

Helsta viðurkenning íslensku þjóðarinnar (les=íslenska stjórnkerfisins) til sinna bestu manna, ætti hún ekki að vera meira virði?

Ég mundi kaupa hana sjálfur ef ég ætti 170 þúsund aflögu.

Og veita hana svo einhverjum góðum bankamanni eða pólitíkus.

Einhverjum þeirra sem fylltu okkur svo mikilli andagift og auðlegð á uppgangsárunum …

Nú þegar þeim standa ekki svo margar orður til boða – í bili að minnsta kosti.

Það væri kannski spurning um að íslenska þjóðin hæfi söfnun til að kaupa fálkaorðuna.

En hver ætti að fá hana?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!