Laugardagur 20.04.2013 - 10:57 - FB ummæli ()

Feisið það

Egill greinir hérna frá undrun erlendra fjölmiðlamanna sem farnir eru að fylgjast með kosningabaráttunni.

Þeir eru alveg þrumu lostnir yfir óvinsældum ríkisstjórnarinnar.

„Því þeir koma að kosningunum með þá hugmynd að stjórnin hafi staðið sig vel – með lítið atvinnuleysi, lítinn ríkissjóðshalla og nokkurn efnahagsbata,“ skrifar Egill.

Og þetta er alveg rétt hjá hinum erlendu fjölmiðlamönnum.

Það er stórfenglega undarlegt að kjósendur ætli nú að fara að refsa ríkisstjórnarflokkunum fyrir starf þeirra síðustu fjögur ár, en verðlauna Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk sem ekki aðeins lögðu grunninn að hruninu, heldur hafa að mörgu leyti staðið fyrir afar óábyrgri og jafnvel ósiðlegri stjórnarandstöðu síðustu árin – með málþófi þeirra og andstöðu við öll mál, jafnt stór sem smá.

Já, það er stórfenglega undarlegt.

Staðreyndin er þessi:

Ég kann að vera afar pirraður yfir því að stjórnarskráin hafi ekki verið kláruð né uppstokkun á fiskveiðikerfinu, argur yfir því að banka- og peningakerfið hafi ekki verið skorið nógsamlega upp, og dapur yfir því að ekki hafi verið skorin upp nógu stór herör gegn spillingu.

En miðað við það óskaplega hrun sem varð hér haustið 2008, þá hefur ríkisstjórnin staðið sig mjög vel.

Já, mjög vel.

Feisið það.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!