Miðvikudagur 11.05.2011 - 09:00 - FB ummæli ()

Af hverju?

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um sjávarútvegsmál er loksins komið fram.

Það nær auðvitað ekki nógu langt til að gleðja þá sem vildu fara lengst í breytingum, og heldur ekki nógu stutt til að gleðja hina sem engu vildu breyta.

Og nú verður rifist um það fram og til baka á næstunni hvað það þýðir.

Sem mér finnst í rauninni stórskrýtið.

Þetta er mál sem ætti að vera búið að ræða í þaula.

Allir ættu að vera búnir að koma sér upp viðamikilli þekkingu á jafnvel hinum fínustu blæbrigðum kvótakerfisins.

Og vita nákvæmlega hvaða afleiðingar hvaða breytingar hafa.

En raunin er sú að við höfum afskaplega litla hugmynd um það.

Við munum velkjast eins og vindurinn blæs í umræðunni á næstunni.

Af hverju er það svo?

Hafa fjölmiðlar ekki staðið sig í stykkinu við að kenna okkur að mynda okkur sjálfstæða skoðun á málinu, óháð áróðri hagsmunaaðila?

Er sjálf umræðuhefðin á Íslandi svo ómerkileg að hún verður aldrei til að auka þekkingu okkar, heldur þvert á móti.

Lokar okkur inn í þéttum skógi rifrildis og upphrópana, þangað til það er gjörsamlega vonlaust að við getum séð hvernig skógurinn lítur út?

Af hverju er þetta svona?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!