Þriðjudagur 24.05.2011 - 18:30 - FB ummæli ()

Einhver séð þá þessa?

Sonur minn ungur er fótboltamaður með Val. Og hann er nýbúinn að eignast appelsínugula takkaskó sem áttu að bera hann um völlu á fótboltamótum sumarsins.

Skórnir eru númer 42 og 2/3 – drengurinn er nefnilega alltaf að stækka.

Því miður virðast skórnir hafa horfið úr Valsheimilinu annaðhvort á sunnudag eða mánudag.

Einhver hlýtur að hafa tekið þá í misgripum úr rekka þar sem allskonar fótboltaskór voru geymdir.

Þetta er afar vont fyrir strákinn. Það verður leikur við Selfyssinga strax á morgun, miðvikudag, og nú hefur hann enga skó að keppa í.

Síðan tekur við hver leikurinn af öðrum.

Því biðjum við feðgar hvern þann sem kynni að hafa óvart tekið skóna að láta okkur vita í síma 8217516, eða skila þeim niður í Valsheimilið við Hlíðarenda.

Mikið væri það nú fallegt.

Svona líta skórnir út.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!