Mánudagur 23.05.2011 - 18:01 - FB ummæli ()

Allra versta fyrirsögnin?

Ég fór út í búð áðan að kaupa eitthvert lítilræði í matinn.

Þar blasti við mér forsíða Morgunblaðsins.

Á forsíðunni var vitanlega mynd frá öskufallssvæðunum fyrir austan, ansi flott mynd.

En stríðsfyrirsögnin yfir þvera forsíðuna var svona:

„GRÍMSVÖTNIN GRETTA SIG“

Grímsvötnin gretta sig?!!

Ég held svei mér þá að þetta sé einhver allra kjánalegasta fyrirsögn sem ég hef lengi séð!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!