Þriðjudagur 27.03.2012 - 10:41 - FB ummæli ()

Hysterískar blákaldar lygar

Ég hvet sem flesta til að lesa þessa grein hér eftir Magnús Halldórsson viðskiptafréttastjóra Stöðvar 2 og Vísis.is.

Magnús er ekki beinlínis þjóðhættulegur kommúnisti, svo það sé nú á hreinu!

En útreikningar hans sýna mjög ljóslega að hið nýja kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar er ekki mjög íþyngjandi fyrir sægreifana.

En þeir virðast sjá eftir hverri krónu sem þeir „missa“ úr eigin vasa yfir í vasa þjóðarinnar sem hefur alið þá.

Og hafa nú kallað út húskarl sinn á Morgunblaðinu og látið hann tromma upp með ótrúlega stríðsfyrirsögn:

„Útgerðin þjóðnýtt.“

Ekki skánar hlutskipti Davíðs Oddssonar.

Frá því að vera útnefndur stjórnmálamaður aldarinnar um síðustu aldamót er hann nú kominn út í það að flytja hysterískar blákaldar lygar fyrir auðjöfra landsins í sægreifastétt.

Því eins og grein Magnúsar Halldórssonar sýnir er það ekki bara spurning um túlkun, heldur bláköld lýgi, að kvótafrumvarpið feli í sér að útgerðin sé „þjóðnýtt“.

En ég vorkenni óbreyttum blaðamönnum Morgunblaðsins að þurfa að vinna þarna.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!