Laugardagur 31.03.2012 - 13:20 - FB ummæli ()

Volvó utan úr geimnum og Addis Ababa

Sonur minn ungur er floginn út í heim, farinn til Eþíópíu með ömmu sinni og fleiri góðum Íslendingum.

Í fyrramálið verður hann lentur í Addis Ababa og næsta hálfan mánuðinn mun hann svo ásamt ferðafélögum sínum flakka um landið þvert og endilangt.

Það undarlega er að ég get skoðað úr lofti alla þá staði sem hann heimsækir.

Hér er Addis.

Þessar gervihnattamyndir utan úr geimnum eru vitanlega stórmerkilegt fyrirbrigði.

Allt í einu er hægt að skoða hvern einasta stað á jörðinni.

Þetta er undursamlegt, en stundum finnst mér þetta hálf hrollvekjandi líka.

Einu sinni sá ég Volvóinn minn á mynd utan úr geimnum.

Það fannst mér eiginlega full langt gengið.

En þó mun ég vitanlega ekki geta stillt mig um að njósna um þá staði sem drengurinn og móðir mín góð og þau hin fara um í þessari ævintýraferð.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!