Fimmtudagur 29.03.2012 - 10:25 - FB ummæli ()

Sleifarlagið

Viðtal Helga Seljan í Kastljósi í gær við Sævar Gunnarsson formann Sjómannasambandsins lýsir algjörlega óviðunandi ástandi í fisksölumálum landsins.

Ég hvet fólk til að horfa á þetta hér.

Þetta er eiginlega næsta hrollvekjandi viðtal.

Eftirlitsleysið, sleifarlagið – jahérna!

Í mörg ár hefur verið fjasað um að pottur sé brotinn og nú virðist vera að koma í ljós að það sé vægt til orða tekið.

Potturinn í maski, væri nær lagi.

En það er þá algjört lágmark að nota tækifærið og koma sæmilegri skikk á þessi mál – láta þau ekki danka framvegis.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!