Föstudagur 30.03.2012 - 10:57 - FB ummæli ()

Sorglegt og hlægilegt

Menn geta haft ýmsar skoðanir á því hvernig á að breyta stjórnarskránni.

Sumir mega ekki til þess hugsa að „fólk útí bæ“ eins og stjórnlagaráð véli þar um, með mikilli aðkomu almennings eins og raun var á síðastliðið sumar.

Bjarni Benediktsson hneykslaðist til dæmis mikið á því um daginn:

„Engin þjóð hefur látið sér detta í hug að leita til þjóðarinnar …!“

Bjarni og hans menn treysta ekki félögum í stjórnlagaráði og almenningi til að skrifa nýja stjórnarskrá.

Þeir treysta eingöngu þingmönnum til þess verks.

Þingmönnum eins og Jóni Gunnarssyni.

Jón Gunnarsson er maður sem lítur á það sem „kommúnisma“ þegar reynt er að koma stjórnarskrá í þjóðaratkvæði.

En hann sé að berjast fyrir „lýðræði“ með því að koma í veg fyrir það.

Auðvitað er þetta alveg kostulegt myndband.

Eiginlega alveg stórkostlega hlægilegt.

En auðvitað verulega sorglegt líka.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!