Miðvikudagur 20.03.2013 - 20:43 - FB ummæli ()

Ömurlegt ljós

Kastljós Helga Seljans varpaði ömurlegu ljósi á undirlægjuháttinn sem við Íslendingar höfum sýnt álfyrirtækjunum.

Satt að segja skammaðist ég mín niður í tær við að horfa á þessi ósköp.

Og það bætist ljótur kafli á syndaregistur ríkisstjórnarinnar að hafa ekkert gert í þessu máli – ekki einu sinni þótt sjálfur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi bent á að laga þyrfti hér löggjöfina.

Og nú er Steingrímur að berjast af kappi fyrir því að álfyrirtækið fyrir norðan fái sem allra flestar undanþágur frá lögum og reglum!

Jahérna.

Og ráðherrar í núverandi stjórn hafa hver af öðrum staðfest þá skipan að ekki megi breyta skattalagareglum álfyrirtækjanna!

Og svo má vekja athygli á því hver er í heiðurssæti á lista Framsóknarflokksins fyrir þingkosningarnar í vor.

 

Screen shot 2013-03-20 at 8.32.34 PM

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!