Miðvikudagur 18.04.2012 - 20:09 - FB ummæli ()

Óvænt útrás?

Heimurinn er frekar smár.

Í gærkvöldi var 20 manna hópur Íslendinga að tékka sig inn á flugvellinum í Addis Abeba í Eþíópíu.

Þar eru Íslendingar mjög sjaldséðir gestir, vægast sagt.

Þar sem Íslendingarnir stóðu í röðinni að innritunarborðinu á flugvellinum veittu þeir allt í einu athygli stúlku sem stóð í annarri röð.

Hún var á að giska átta ára, afrísk á húð og hár og í fylgd með sinni rammlega eþíópísku fjölskyldu sem ekki var mælt á annað mál en amharísku, megintungu Eþíópíumanna.

Á hinn bóginn var stúlkan í bol sem á stóð „Mjólkursamlag Búðardals“.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!