Laugardagur 28.04.2012 - 20:58 - FB ummæli ()

Lygi Sigmundar Davíðs

Til hvers er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í pólitík?

Ég fullyrði ekkert að allar hans skoðanir séu vitlausar.

Sjálfsagt má finna eina og eina sem eitthvert vit er í.

En samt … hvað er maður sem segir annað eins og ÞETTA að gera í pólitík?

„Tjónið af þessarri ríkisstjórn er orðið meira en tjónið af hruninu.“

Þetta er í fyrsta lagi vitlaust, í öðru lagi lygi og í þriðja lagi lýðskrum af allra ódýrasta en þó ósvífnasta tagi.

Maður þarf ekki að vera stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar til að viðurkenna hvað þetta er ömurlega vitlaust.

Og það er sorglegt að maður sem sér sjálfan sig í æðstu valdastöðum á Íslandi skuli tromma upp með svona endemis bull.

Auðvitað ætti Sigmundur Davíð að hafa dæmt sig endanlega úr leik í íslenskri pólitík með svona þvættingi.

En því miður er ég smeykur um að hann verði ekki hrópaður niður.

Við virðumst hafa endalaust umburðarlyndi fyrir svona þvættingi.

En með leyfi að spyrja – hvað á það að þýða að fjölmiðlarnir birti þetta prat Sigmundar Davíðs athugasemdalaust?

Eins og það sé markverð „frétt“?!!

Eru menn búnir að gleyma orðinu „kranablaðamennska“?

Sem þýðir að hagsmunaaðilar fá bara að skrúfa frá krana sínum, og engin tilraun er gerð til að meta áreiðanleika orða þeirra.

Eiga ekki fjölmiðlarnir að vera búnir að læra sína lexíu?

Að hlutverk þeirra er ekki bara að leyfa mönnum að þvaðra, heldur miklu frekar að afhjúpa bullið, varpa ljósi á lýðskrumið og forða okkur frá lyginni.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!