Fimmtudagur 20.10.2011 - 07:45 - FB ummæli ()

Ekki verra en þetta?

Þetta hér finnst mér dálítið merkilegt.

Að Ísland sé í 9. sæti Alþjóðabankans yfir þau lönd þar sem greiðlegast er að stunda viðskipti, stofna fyrirtæki og þess háttar.

Og hafi færst upp um fjögur sæti. Sé til dæmis fyrir ofan Svíþjóð.

Auðvitað segja aðstæður fyrir bissniss ekki nema takmarkaða sögu um hvert samfélag. Og ekki kann ég að leggja mat á þær viðmiðanir sem hér er farið eftir – þær eru náttúrlega komnar frá Alþjóðabankanum!

En að öðru jöfnu hlýtur maður að ætla að góð skilyrði í þessum geira endi með auknum atvinnutækifærum.

Og sé svo, þá virðist gefa til kynna að það sé kannski ekki neitt voða mikið að marka þau ramakvein sem sífellt kveða við úr sumum kreðsum að bévuð ánskotans ekkisens kommúnistastjórnin sé að murka lífið úr öllum atvinnurekstri í landinu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!