Færslur fyrir október, 2011

Miðvikudagur 19.10 2011 - 23:26

Hlustið á frelsið!

Tónlist getur enn skipt máli. Veftímaritið Lemúrinn birti í dag myndband sem fáa getur látið ósnortið, en þar syngur mannfjöldi í Sýrlandi bölbænir til Bashirs forseta og um þrá sína eftir frelsi. Þetta er ótrúlega öflugur söngur. Sjáið og hlýðið á hann hér. Og þegar maður les svo að söngvarinn hafi verið myrtur viku eftir […]

Þriðjudagur 18.10 2011 - 14:57

Drepið á dreif

Ýmsir hafa síðustu dægur haldið uppi vörnum fyrir ráðningu Páls Magnússonar til Bankasýslu ríkisins, eða altént gagnrýnt þá sem gagnrýnt hafa ráðninguna. Á þeim forsendum að hvað sem öðru líði, þá hafi ráðning Páls verið „fagleg“ og að ekki megi snúa aftur til þeirra tíma þegar ráðherrar völdu æðstu embættismenn með tilliti til þess hverjir […]

Mánudagur 17.10 2011 - 07:55

Skaut van Gogh sig ekki?

Þetta er ekki fréttasíða, en ég get ekki setið á mér að vísa á þetta hér. Höfundar nýrrar ævisögu Vincents van Gogh halda því fram að hann hafi ekki framið sjálfsmorð, eins og hingað til hefur verið talið. Heldur hafi strákskratti í kabboj-leik orðið honum að bana með því að skot hljóp úr bilaðri byssu. […]

Laugardagur 15.10 2011 - 10:45

Er viljinn allt sem þarf?

Fyrir fáeinum dögum sköpuðust umræður á Facebook um það að ríkisstjórnina skorti dug til að leysa efnahagsvandann. „Vilji er allt sem þarf!“ sögðu reiðir menn og vildu fá dugmikla og viljasterka framkvæmdamenn til að drífa í þessu! Æjá. Ég fer alltaf undan í flæmingi þegar menn byrja að vitna til þess að vilji sé allt […]

Fimmtudagur 13.10 2011 - 16:22

Höfum dyrnar áfram opnar

Það hefur ekki farið mikið fyrir því en í tuttugu ár hefur verið rekið við Hverfisgötu í Reykjavík athvarf sem heitir Vin. Þangað hafa komið einstaklingar með stór og smá geðræn vandamál og hefur Vin verið griðastaður þeirra allan þennan tíma. Athvarfið hefur sinnt þörfum þeirra af kostgæfni, gefið þeim kost á hvíld frá amstri […]

Fimmtudagur 13.10 2011 - 08:45

Þýskir öfgamenn kenna sig við Heklu!

Ef eitthvað er að marka fréttir sem berast úr Þýskalandi eru það ekki aðeins ákafir bókmenntaáhugamenn sem hafa áhuga á íslenskum fyrirbærum þar í landi þessa dagana. Einhver vinstri sinnaður hópur í Berlín hefur verið að koma fyrir sprengiefni á lestarteinum síðustu daga, og kennir sig við Heklu. Hópurinn telur sig vera að mótmæla innrásinni […]

Miðvikudagur 12.10 2011 - 08:29

Vangá við skráningu?!

Ég var fyrst núna að lesa yfirlýsingu sem barst frá Biskupsstofu í gær og eiga greinilega að vera einu viðbrögðin við sjónvarpsviðtalinu við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og útkomu bókar hennar og Elínar Hirst. Karl Sigurbjörnsson biskup hefur orðið fyrir harðri gagnrýni, eins og allir vita. Það er því í meira lagi undarlegt að loksins þegar […]

Þriðjudagur 11.10 2011 - 18:08

Hvenær ætla valdsherrar að þekkja sinn vitjunartíma?

Karl Sigurbjörnsson situr á sínum ólympstindi við Laugaveginn og ansar ekki spurningum fjölmiðla um háværar kröfur um að hann segi af sér vegna vægast sagt linkulegra viðbragða hans við Ólafsmálum Skúlasonar. Segir ekki orð. Nú síðdegis mætti aftur á móti Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir frá Biskupsstofu á Rás 2 og gerði tilraun til að skýra málið […]

Þriðjudagur 11.10 2011 - 11:57

Makalausar myndir

Voru menn ekki eitthvað að rífast um það fyrir fáeinum misserum hvort jöklarnir í Himalæjafjöllum væru raunverulega að minnka vegna hlýnunar jarðar? Þessar myndir sýna það svo sannarlega svart á hvítu, ef svo má að orði komast. Breskur ljósmynari fór upp í fjöllin og fann staði þar sem teknar höfðu verið myndir af jöklum og […]

Mánudagur 10.10 2011 - 11:40

Krossferðir

Krossferðirnar á miðöldum eru eitthvert undarlegasta fyrirbrigði sögunnar. Innrásarferðir í önnur lönd, eins og hinir kristnu riddarar fóru, eru vitaskuld alsiða, en það er ekki algengt að þær séu gerðar undir jafn eindregnum trúarlegum formerkjum og krossferðirnar. Og krossferðunum fylgdu miklar hörmungar, en líka mikil dramatík. Eins og við fengum hryggilegt dæmi um í sumar, […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!