Mánudagur 17.10.2011 - 07:55 - FB ummæli ()

Skaut van Gogh sig ekki?

Þetta er ekki fréttasíða, en ég get ekki setið á mér að vísa á þetta hér.

Höfundar nýrrar ævisögu Vincents van Gogh halda því fram að hann hafi ekki framið sjálfsmorð, eins og hingað til hefur verið talið.

Heldur hafi strákskratti í kabboj-leik orðið honum að bana með því að skot hljóp úr bilaðri byssu.

En Vincent, særður til ólífis, vildi ekki kenna stráknum um – þó honum væri í raun og veru meinilla við bjánann, sem oft hafði verið honum til leiðinda.

Og ástæðan var sú að málarinn marghrjáði var í raun sáttur við að deyja … svo hann hélt því fram sjálfur, áður en hann dó, að hann hefði skotið sig.

Furðuleg saga. Að sumu leyti ekki ósannfærandi. En óyggjandi sannanir hafa bókarhöfundar þó ekki fram að færa.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!