Mánudagur 10.10.2011 - 11:40 - FB ummæli ()

Krossferðir

Krossferðirnar á miðöldum eru eitthvert undarlegasta fyrirbrigði sögunnar. Innrásarferðir í önnur lönd, eins og hinir kristnu riddarar fóru, eru vitaskuld alsiða, en það er ekki algengt að þær séu gerðar undir jafn eindregnum trúarlegum formerkjum og krossferðirnar.

Og krossferðunum fylgdu miklar hörmungar, en líka mikil dramatík.

Eins og við fengum hryggilegt dæmi um í sumar, þá er enn til fólk sem telur að krossferðirnar hafi raunverulega merkingu fyrir nútímafólk. Ég á vitaskuld við hin viðurstyggilegu fjöldamorð sem framin voru í Noregi þar sem morðvargurinn taldi sig vera einhvers konar framhald musterisriddaranna úr sögu krossferðanna.

Á mánudaginn eftir viku hefst fjögurra kvölda námsskeið sem ég verð með hjá  Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands þar sem ég ætla að rekja sögu krossferðanna frá byrjun til enda. Ég held að það sé síðasti skráningardagur í dag.

Það væri gaman að sjá sem flesta.

Sjá hér.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!