Sunnudagur 09.10.2011 - 21:25 - FB ummæli ()

Karl verður að fara

Ég er ekki í þjóðkirkjunni.

Ég tel mig samt hafa rétt til að hafa skoðun á því hverjir eigi að vera mektarmenn innan þeirrar kirkju eins og annars staðar í þjóðfélaginu.

Sér í lagi ef þeir sömu mektarmenn telja sig þess umkomna að snikksnakka um guð, en stinga svo óþægilegum bréfum oní skúffu og breiða út óhróður um fólk sem vill upplýsa sannleikann.

Karl biskup Sigurbjörnsson verður að fara, og það strax. Hann á ekki að fá að velja sér útgönguleiðina sjálfur.

Viðtalið við Guðrúnu Ebbu var náttúrlega nöturlegra en tárum taki.

Og það er skelfilegt til þess að hugsa að það skuli enn vefjast fyrir svokölluðum guðsmönnum í þessu landi hvernig eigi að hreinsa af kirkjunni og samfélaginu öllu skítinn sem nauðgari og barnaníðingur ataði í kringum sig.

Karl Sigurbjörnsson fékk tækifæri til þess þegar hann fékk bréf Guðrúnar Ebbu.

Hann stakk bréfinu oní skúffu. Opnaði hana ekki fyrr en málið komst í fjölmiðla. Hummaði vandræðalega í viðtölum í stað þess að taka af skarið.

Hann var ekki málsvari lítilmagnans.

Við getum því miður ekki breytt þeim glæp sem Guðrún Ebba varð fyrir, og sagði frá af slíkri hugprýði og yfirvegun.

En við getum, megum og eigum að krefjast þess að allir sem eitthvað vissu, þótt seint væri, en gerðu ekkert, séu ekki að þvælast um samfélagið með guðs nafn á vörunum.

Karl verður að fara.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!