Færslur fyrir október, 2011

Sunnudagur 09.10 2011 - 21:25

Karl verður að fara

Ég er ekki í þjóðkirkjunni. Ég tel mig samt hafa rétt til að hafa skoðun á því hverjir eigi að vera mektarmenn innan þeirrar kirkju eins og annars staðar í þjóðfélaginu. Sér í lagi ef þeir sömu mektarmenn telja sig þess umkomna að snikksnakka um guð, en stinga svo óþægilegum bréfum oní skúffu og breiða […]

Laugardagur 08.10 2011 - 11:49

Hver er lemúrinn?

Ég byrjaði í blaðamennsku í byrjun apríl 1979. Tíminn sem liðinn er síðan jafngildir næstum sex og hálfri heimsstyrjöld. Vitanlega hefur það verið mismerkilegt sem ég hef fengist við öll þessi ár, og mjög misskemmtilegt líka. En ég held ég geti þó fullyrt að það allra skemmtilegasta var að stofna og móta tímaritið SKAKKA TURNINN […]

Föstudagur 07.10 2011 - 08:43

Loksins, loksins

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun á næstu klukkustundum tilkynna um starfshóp til að fara yfir Guðmundar- og Geirfinnsmál. Það er mjög gott, og ég ætla að vona að vel takist til um val fólks í þennan starfshóp. Auðvitað er sorglegra en tárum taki að þetta skuli ekki hafa verið gert fyrir löngu, en því verður ekki […]

Föstudagur 07.10 2011 - 07:55

Þorgerður Katrín og spennandi tímar fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Teitur Atlason tekur skemmtilegt viðtal við Einar Má Guðmundsson rithöfund á bloggi sínu í dag, sjá hér. Ég get þó ekki setið á mér að leiðrétta eitt atriði í viðtalinu. Þeir félagar nefna undir lokin þau ummæli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur að „nú séu áhugaverðir (eða spennandi) tímar fyrir Sjálfstæðisflokkinn“ sem hún hafi látið falla í […]

Fimmtudagur 06.10 2011 - 19:53

Hver er „sú vinna“ Steingrímur?

Það er guðsþakkarvert hvað sú reiðibylgja virðist ætla að rísa hátt sem kviknaði af ráðningu Páls Magnússonar til Bankasýslu ríkisins. Með fullri virðingu fyrir mannkostum Páls, þá er ráðning hans í þetta embætti skandall og ekkert nema skandall, og það af fleiri en einni ástæðu. Hann er augljóslega ekki hæfastur í djobbið – og hvort […]

Fimmtudagur 06.10 2011 - 14:45

Blessaði guð Ísland?

Já, er það í dag sem þrjú ár eru frá „guð blessi Ísland“ ávarpinu? Ég ætlaði að fara að horfa á þetta, en Eyjan birtir ávarpið hér. En svo réði ég bara ekki við það. Hætti eftir 2-3 mínútur. Þetta virðist eins og rödd aftan úr forneskju. Frá týndum tíma. Og ég hafði bara ekki […]

Fimmtudagur 06.10 2011 - 11:19

Skáldið Adonis sem fékk EKKI Nóbelsverðlaunin

Tomas Tranströmer fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Það var tilkynnt í Stokkhólmi rétt áðan. Vafalítið er Tranströmer vel að þessum prís kominn. Persónulega hefði mér þó þótt skemmtilegra ef sænska Nóbelsnefndin hefði veitt skáldinu Adonis þessi verðlaun að þessu sinni. Eins og kemur fram hér – á vefsíðu Tranströmers sjálfs – þá töldu margir […]

Fimmtudagur 06.10 2011 - 07:25

Jobs dáinn

Ég ætla nú ekki að halda því fram að mér hafi þótt beinlínis vænt um Steve Jobs. Það væri verulega ofmælt. En ég hef notað vélarnar hans í 20 ár, þótt hin nýjast iPad bylting hafi enn sem komið er farið framhjá mér. En sumar af fyrri vélunum skipa sérstakan sess í huganum. Macintosh Classic […]

Miðvikudagur 05.10 2011 - 10:21

Fleira skiptir máli en afskriftir

Þetta hér er fín grein hjá Jóni Trausta ritstjóra DV. Það er fátítt að einhver – fyrir utan hörðustu flokksmenn Samfylkingar og Vinstri grænna – þori að hrósa Jóhönnu og Steingrími núorðið, svo massífur er áróðurinn gegn þeim. Og það er gott hjá Jóni Trausta að benda fólki á það sem vel hefur verið gert. […]

Þriðjudagur 04.10 2011 - 08:17

Vansæmd framsóknarmanna andspænis mannkynssögunni

Ræðurnar á Alþingi í gærkvöldi voru afar misgóðar, eins og gengur. Ég sá þær ekki allar svo það væri ekki sanngjarnt að fella hér palladóma um kvöldið í heild. Af þeim ræðum sem ég sá og heyrði fannst mér Þráinn Bertelsson tala vel og skörulega. Hann varpaði fram spurningu sem hver og einn verður að […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!