Föstudagur 07.10.2011 - 08:43 - FB ummæli ()

Loksins, loksins

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun á næstu klukkustundum tilkynna um starfshóp til að fara yfir Guðmundar- og Geirfinnsmál.

Það er mjög gott, og ég ætla að vona að vel takist til um val fólks í þennan starfshóp.

Auðvitað er sorglegra en tárum taki að þetta skuli ekki hafa verið gert fyrir löngu, en því verður ekki breytt héðan af – og sjálfsagt að þakka það sem nú er loksins, loksins verið að gera.

Ég ætla bara að vona að starfssvið þessa hóps muni ekki aðeins ná yfir rannsóknina á sjálfu Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.

Því það verður líka að rannsaka hvernig í ósköpunum Hæstiréttur gat komist að þeirri niðurstöðu árið 1997 að engin ástæða væri til að taka málin upp.

Það er eiginlega ekki minna hneyksli en sjálft málið á sínum tíma.

Svo ég vitni nú bara í pistil sem ég flutti sjálfur um málið fyrir 16 árum, sjá hér.

Ef rannsókn á endurupptökubeiðni Sævar Ciesielskis fer ekki fram um leið og rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sjálfu, þá er bara hálfur sigur unninn.

En ég treysti því að þetta muni fylgja með í starfslýsingu hópsins hans Ögmundar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!