Föstudagur 07.10.2011 - 07:55 - FB ummæli ()

Þorgerður Katrín og spennandi tímar fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Teitur Atlason tekur skemmtilegt viðtal við Einar Má Guðmundsson rithöfund á bloggi sínu í dag, sjá hér.

Ég get þó ekki setið á mér að leiðrétta eitt atriði í viðtalinu.

Þeir félagar nefna undir lokin þau ummæli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur að „nú séu áhugaverðir (eða spennandi) tímar fyrir Sjálfstæðisflokkinn“ sem hún hafi látið falla í hruninu.

Og eru sammála um að þetta séu óskiljanleg ummæli sem lýsi þó einna helst firringu stjórnmálamannsins Þorgerðar Katrínar.

Eða þetta sé jafnvel í samræmi við nýfrjálshyggjuna sem hún hafi fylgt.

Menn geta vissulega haft hvaða skoðun sem þeir vilja á Þorgerði Katrínu, en þetta er svolítið ósanngjarnt.

Hún lét þessi ummæli falla þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði stigið eitt skref í áttina að ESB í desember 2008 – hafði skipað starfshóp um málið, eða eitthvað í þá áttina.

Þar sem Þorgerður Katrín er ESB-sinni var hún ánægð með þetta skref og sagði því að þetta hefði í för með sér áhugaverða eða spennandi tíma fyrir flokkinn.

Það var það sem hún átti við – ekki að það væri svo gaman í hruninu.

Vissulega má segja að þetta hafi – í hinu stærra samhengi hlutanna – verið klaufalegt orðalag, en merkingin var sem sagt þessi.

Ég hef oft orðið var við að menn eru búnir að gleyma tilefni orðanna, en muna aðeins orðin sjálf.

Þá kemur upp í mér kennarinn!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!