Færslur fyrir október, 2011

Mánudagur 03.10 2011 - 16:48

Hvað ætlar þú að gera í því, Steingrímur?

Þetta er opinber fyrirspurn til Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra: 1. Telur þú, Steingrímur, að vel hafi verið valið þegar Páll Magnússon var valinn forstjóri Bankasýslu ríkisins? Þá sérstaklega með tilliti til þess að hann hafði sem kunnugt er minnsta reynslu og minnsta menntun umsækjenda, en var aftur á móti innsti koppur í búri þegar bankarnir […]

Mánudagur 03.10 2011 - 10:38

Lögreglumenn á hálum ís

Ég er vinur lögreglumanna. (Allra nema ríkislögreglustjóra, sem mér finnst að ætti að sjá sóma sinn í að snúa sér að einhverju öðru.) Almennir lögreglumenn hafa undantekningarlaust reynst mér vel þegar ég hef þurft að leita til þeirra, og mér finnst í rauninni að ásamt störfum í menntakerfi og heilsugæslu séu löggæslustörf einhver þau mikilvægustu […]

Sunnudagur 02.10 2011 - 18:48

Svívirða

Sko. Páll Magnússon er áreiðanlega vænsti maður. Persónulega. Ég efast ekkert um það. Og það getur líka vel verið að hann sé ágætlega flinkur í flestu því sem hann tekur sér fyrir hendur. En að enginn umsækjandi hafi þótt vera hæfari en hann til að stjórna Bankasýslu ríkisins – hann sem er í vitund okkar […]

Sunnudagur 02.10 2011 - 17:19

Kínverskar draugaborgir

Allt er á uppleið í Kína, það vitum við. Nýjar borgir spretta upp hvarvetna, verslun og viðskipti blómstra. Það tekur tuttugu mínútur að sigla gegnum eina verslunarmiðstöðina. Eða er einhver maðkur í mysunni? Í apríl í vor fjölluðu sjónvarpsmenn hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC um málið. Þetta er frásögn þeirra.

Laugardagur 01.10 2011 - 18:03

Hefðbundið

Mótmæli Harðar Torfasonar á Austurvelli á sínum tíma, og síðan búsáhaldabyltingin sem fylgdi í kjölfarið, höfðu það sér til ágætis að kröfurnar sem settar voru fram voru mjög einfaldar og skýrar. Mótmælin við þingsetninguna núna voru það hins vegar ekki. Að minnsta kosti er nú byrjað hefðbundið rifrildi stjórnar og stjórnarandstöðu um það hverju menn […]

Laugardagur 01.10 2011 - 08:54

Makk, makk, makk!

Það sem hérna kemur fram hefur lengi verið á vitorði allra í fjölmiðlastétt. Að Þorgerður Katrín hafi ætlað sér að ráða Þorstein Pálsson útvarpsstjóra, en Davíð Oddsson hafi handvalið Pál Magnússon. Páll sagði náttúrlega ekki frá þessu þegar hann var ráðinn, heldur bauð okkur upp á huggulega sögu um að hann (þá forkólfur hjá 365) […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!