Föstudagur 28.10.2011 - 16:08 - FB ummæli ()

Segjum frá!

Þorvaldur Gylfason prófessor skrifar á Facebook-síðu í dag:

„Fyrrverandi seðlabankastjóri sagði við mig í gær, að ein ástæðan til þess, að bankarnir starfa undir leyndarhjúp frekar en fyrir opnum, sé nú, að mikið sé af óhreinu fé í umferð. Hann var að tala um Ísland. Mig langaði að segja við manninn: Hvers vegna ertu að hvísla þessu að mér? Hvers vegna skrifarðu ekki um þetta í blöðin?“

Í athugasemdum við þessa færslu kemur svo fram að þegar þriðji maður hafi komið aðvífandi að Þorvaldi og hinum ónefnda seðlabankastjóra, þá hafi þeir fellt þetta tal.

En ég spyr eins og Þorvaldur: Af hverju segir maðurinn ekki frá þessu opinberlega?

Maður er sífellt að hitta fólk sem gaukar að manni spillingarsögum af ýmsu ófögru, bæði frá fyrrum tímum og sumum jafnvel splunkunýjum.

Af einhverjum ástæðum virðist það ekki enn vera orðin sjálfsögð hvöt fólks að segja frá slíku opinberlega.

Fólk hugsar greinilega ennþá: Þessu verður nú að halda leyndu. Þetta má ekki koma fram.

En þetta er gamalt, úrelt og hættulegt viðhorf.

Við verðum að venja okkur af því.

Við verðum að venja á það hugarfar að ef við verðum vör við spillingu af einhverju einhvers staðar, þá segjum við frá henni.

Pískrum ekki í hornum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!