Þriðjudagur 19.04.2011 - 18:03 - FB ummæli ()

Asni klyfjaður gulli

Sægreifarnir hafa, held ég, ekki mjög miklar áhyggjur af því þótt efnt yrði til þjóðartkvæðagreiðslu um kvótann.

Af því þeir að þeir reikna fastlega með að vinna.

Ekki af því þeir hafi svo góðan málstað.

Heldur af því þeir eiga svo mikið af peningum.

Fjárausturinn í auglýsingastarfsemi kringum slíka þjóðaratkvæðagreiðslu yrði ótrúlegur.

Ég heyrði mann reikna út að gróði sægreifanna á ári væri 14 milljarðar.

Auðvitað væru þeir tilbúnir að fórna gróða eins árs til að fá að halda sínu.

Þeir myndu ekki hika við svoleiðis fjáraustur!

Annar maður tók undir þetta – nema hvað hann fullyrti að gróði þeirra væri í raun þrisvar sinnum meiri.

Ég vona samt að kvótamálið fari til þjóðaratkvæðis hið fyrsta.

Og við myndum ekki láta asna klyfjaða gulli komast yfir múra sannfæringar okkar og réttlætiskenndar, er það nokkuð?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!