Sunnudagur 17.04.2011 - 18:25 - FB ummæli ()

Þessu þurfum við að breyta

LÍÚ-stjórnin hefur gengið of langt.

Yfirlýsingar Friðriks J. Arngrímssonar framkvæmdastjóra samtakanna eru svo fullar af hroka og yfirlæti að við það verður ekki unað.

Ósvífnin sem hann sýnir Jóhönnu Sigurðardóttur tekur út yfir allan þjófabálk.

Og reyndar hefur virðing mín fyrir henni aukist stórlega við árásir sægreifanna.

Þeir hljóta að vera hræddir við hana fyrst þeir hamast svona.

Og hún hlýtur að vera að gera eitthvað rétt.

Í rauninni ætti ríkisstjórnin nú að drífa frumvarp um fiskveiðistjórnarkerfið gegnum þingið, og láta fylgja ákvæði um að málið ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Beinlínis biðja forseta Íslands að vísa málinu til þjóðarinnar.

Hann fer varla að neita því.

Og í þjóðaratkvæðagreiðslu er ég hræddur um að lítið legðist fyrir LÍÚ, þrátt fyrir allar þær milljónir sem dælt yrði í auglýsingaherferð fyrir þá atkvæðagreiðslu.

En orð sem fyrr í dag voru höfð eftir Friðriki á RÚV – „LÍÚ hafi sent ráðherra tillögur og það eina sem hún þurfi að gera sé að fylla inn í – tíma og upphæðir …“ – sýna hvernig LÍÚ hefur af langri reynslu, og gegnum samvinnu við stjórnmálaarm sinn Sjálfstæðisflokkinn, farið að líta á sig.

Sem hina raunverulegu ríkisstjórn í landinu.

Sem sendir ráðherrum „tillögur“ og þeir þurfa bara að fylla inn í dagsetningar.

Svona hefur Ísland verið.

En þessu þurfum við að breyta.

Og þessu skulum við breyta.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!