Sunnudagur 24.04.2011 - 09:48 - FB ummæli ()

Hver sýnir foringjaræði?

Þegar Atli Gíslason hætti stuðningi við ríkisstjórnina kom á daginn að hann hafði hvorki talað við kóng né prest í sínu kjördæmi.

VG-félögin sem höfðu komið Atla á þing áttu enga aðild að brotthvarfi hans, og fengu ekkert um það að segja.

Það var í meira lagi hlálegt vegna þess að Atli tönnlaðist á að „foringjaræðið“ í VG ætti ekki minnstan þátt í að hann hætti að styðja stjórnina.

Sjálfur hafði hann ekkert samband við grasrótina í flokknum – heldur tók bara sína ákvörðun einn og sjálfur.

„Foringjaræðið“ sem hann sýndi almennum félögum í VG á Suðurlandi var sem sé algjört.

Ég veit að þingmönnum ber að fylgja samvisku sinni.

En þýðir það að þeir mega hafa að engu álit þeirra kjósenda sem kusu þá á Alþingi?

Mér finnst þetta frekar leiðinlegt, því á sínum tíma fannst mér sérlega ánægjulegt að Atli Gíslason væri kominn á Alþingi.

Svona prinsipmaður.

En kvart hans undan „foringjaræði“ um leið hann sjálfur lýsir í reynd frati á vilja kjósenda sinna, er það heilagt prinsip?

Nú kemur á daginn að nákvæmlega sama gildir um Ásmund Einar Daðason.

Hann hefur ekki haft samráð við neinn í sínu kjördæmi.

En hefur kvartað sáran undan „foringjaræði“ rétt eins og Atli.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!