Fimmtudagur 12.03.2015 - 20:53 - FB ummæli ()

Þannig upphefst fasisminn

Það er alveg sama hvað maður er mikið á móti hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Það er líka alveg sama hversu gjörsamlega manni stendur á sama um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Ég tel einfaldlega að engin réttsýn manneskja geti gúterað þá valdníðslu sem ríkisstjórnin ætlar nú fram með.

Réttlæting Bjarna Benediktssonar í Kastljósi var í stuttu máli svona:

„Allir vita að ríkisstjórnin er á móti aðild Íslands að ESB.

Þess vegna þarf ekkert að leita til þingsins.“

Látum vera þótt með framferði sínu hafi ráðherrar ríkisstjórnarinnar myrt sín eigin hátíðlegu kosningaloforð.

Þeir um það.

Það er fjarska ómerkilegt en kemur ekki voðalega mikið á óvart.

En hitt er ótrúlegt að ætla að stjórna þannig mikilsverðu máli.

Þetta heitir nánast að stjórna með tilskipunum.

Í raun væri hægt að heimfæra þessa „röksemdafærslu“ upp á hvaða ákvörðun hvaða ríkisstjórnar sem er.

Þessi leið hefur líka verið farin í ýmsum löndum, stundum.

Þannig má sniðganga þingið í hvaða máli sem er.

Þannig má sniðganga þingræðið.

Þannig má sniðganga lýðræðið.

Þannig upphefst fasisminn.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!