Þriðjudagur 31.03.2015 - 15:29 - FB ummæli ()

Treystum við kerlingu fyrir eigum okkar sem á nú aðeins 0,00072 prósent af upprunalegum eigum sínum?

Kona ein fæddist fyrir 91 ári. Hún var af skikkanlegu fólki komin sem arfleiddi hana að heilmiklum eignum og lausu fé.

Það var því sláttur á konunni þegar hún komst til vits og ára og hún var gjörn á að slá um sig og leggja pening í alls konar brask og skýjaborgir.

Núna, þegar hún er nokkuð svo komin að fótum fram, þá hefur hún tapað nálega öllum sínum eigum – nánar tiltekið eru eigur hennar nú aðeins 0,00072 prósent af því sem hún átti fyrir 91 ári.

Nú er spurningin hvernig ykkur finnst henni hafa farnast á þessari tæpu öld?

Mynduði til dæmis treysta kerlingu fyrir peningunum ykkar og fela einmitt henni að ávaxta þá þau ár sem hún mun blakta enn?

Ég held ekki.

Samt er það akkúrat það sem fjöldi málsmetandi stjórnmálamanna á Íslandi vill einmitt gera.

Því „kerlingin“ í þessari dæmisögu heitir fullu nafni Íslenska Krónan.

Á því 91 ári sem liðið er frá því að íslenska krónan var tekin upp hefur hún tapað næstum öllu af upprunalegu verðgildi sínu svo aðeins 0,00072 prósent eru eftir.

Hugsið ykkur allt það sé sem íslenskur almenningur hefur tapað á þessum tíma!!

Samt vilja sem sagt sumir enn halda í hræ kerlingar.

Jahérna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!