Fimmtudagur 18.08.2011 - 15:05 - FB ummæli ()

Skýringar stjórnlagaráðs

Stjórnlagaráð, sem ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að sitja í ásamt góðu fólki, lauk störfum um mánaðamótin þegar ráðið samþykkti einróma frumvarp til nýrrar stjórnarskrár.

Frumvarpið var birt þann sama dag og hafði svosem verið í vinnslu fyrir almenningssjónum allan tímann.

Þær þrjár vikur sem liðnar eru hafa starfsmenn ráðsins unnið baki brotnu við að ganga frá greinargerðum og skýringum sem fylgja hverju ákvæði stjórnarskrárfrumvarpsins.

Greinargerðirnar eru skrifaðar af okkur stjórnlagaráðsfulltrúunum, en starfsmenn ráðsins hafa lyft grettistaki við að laga þær til útgáfu, yfirfara þær og lesa yfir.

Og hafi hjartans þökk fyrir sitt góða starf.

Nú eru greinargerðirnar komnar á vef stjórnlagaráðs, en eftir þeim hafa ýmsir beðið með óþreyju.

Sjá hérna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!