Miðvikudagur 17.08.2011 - 23:30 - FB ummæli ()

Nýjustu leikföngin

BBC segir frá því á bissniss-síðu sinni að ameríska Locheed-fyrirtækið hafi verið að sýna nýju orrustuþotuna sína, F-22 Raptor, á flugsýningunni í Farnborough á Englandi.

Það er líka bissniss þegar Rússar svara með því að sýna nýjasta djásnið sitt, Sukhoi T-50, á flugsýningunni í Moskvu að viðstöddum Pútin.

Þetta eru vafalaust svakalega flottar þotur og hægt að gera margt stórhættulegt með þeim.

En ansi væri hægt að gefa mörgum börnum að borða ef einhver áttaði sig á því hvað það er miklu lífvænlegri bissniss til lengdar að hjálpa fólki að lifa en að drepa það.

Svei þessum hernaðartólum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!