Miðvikudagur 17.08.2011 - 16:13 - FB ummæli ()

Þeir sem lítils njóta trausts, eiga þeir endilega að véla um stjórnarskrána?

Eitt það sorglegasta við árin eftir hrunið er að stjórnmálamönnum hefur gersamlega mistekist að vinna traust þjóðarinnar á ný.

Það er eiginlega óttalegt hve illa þeim hefur tekist til á því sviði.

Sjá til dæmis hér.

Fyrir okkur í stjórnlagaráði er það frekar óskemmtileg tilhugsun að margir af hinum lítt traustsverðu þingmönnum telja eindregið að þeim beri einhver réttur og skylda til að krukka í stjórnarskrárfrumvarpið okkar áður en þjóðin sjálf fær að segja álit sitt á því.

Ég vona að fólk hjálpi okkur að koma stjórnarskrárfrumvarpinu áleiðis til þjóðarinnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!