Sunnudagur 21.08.2011 - 19:29 - FB ummæli ()

Allt eins?

Af því það hefur verið vitnað til bloggfærslu minnar frá í morgun um menningarnótt, þá langar mig bara að ítreka að í heild fannst mér menningarnótt frábærlega vel heppnuð.

Og skemmtilegri en oftast áður.

Og tónleikarnir á Arnarhóli voru í sjálfu sér líka til fyrirmyndar.

Það sem ég hef hins vegar árum saman sett spurningarmerki við – og það af stærri gerðinni – er hvort menningarnótt þurfi endilega að ljúka með svona rosalega miklum rokktónleikum á Arnarhóli.

Það er nokkuð til í því sem Jónas Kristjánsson skrifar hér að hátíðahaldarar í Reykjavík virðast smátt og smátt að gera allar okkar helstu hátíðir –  17. júní, Gay Pride og menningarnótt – að upptakti fyrir nákvæmlega sömu rokktónleikana (og síðan sama fylleríið) á Arnarhóli.

Gay Pride tónleikarnir eru að vísu annars bara að degi til, og þeim fylgir ekki fylleríið; það skal tekið vandlega fram.

En breytum þessari tilhneigingu til einsleitni. Leyfum hverri hátíð að þróast í sína átt.

Það er svo leiðinlegt þegar allt er eins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!