Færslur fyrir ágúst, 2011

Fimmtudagur 18.08 2011 - 15:05

Skýringar stjórnlagaráðs

Stjórnlagaráð, sem ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að sitja í ásamt góðu fólki, lauk störfum um mánaðamótin þegar ráðið samþykkti einróma frumvarp til nýrrar stjórnarskrár. Frumvarpið var birt þann sama dag og hafði svosem verið í vinnslu fyrir almenningssjónum allan tímann. Þær þrjár vikur sem liðnar eru hafa starfsmenn ráðsins unnið baki brotnu […]

Miðvikudagur 17.08 2011 - 23:30

Nýjustu leikföngin

BBC segir frá því á bissniss-síðu sinni að ameríska Locheed-fyrirtækið hafi verið að sýna nýju orrustuþotuna sína, F-22 Raptor, á flugsýningunni í Farnborough á Englandi. Það er líka bissniss þegar Rússar svara með því að sýna nýjasta djásnið sitt, Sukhoi T-50, á flugsýningunni í Moskvu að viðstöddum Pútin. Þetta eru vafalaust svakalega flottar þotur og […]

Miðvikudagur 17.08 2011 - 16:13

Þeir sem lítils njóta trausts, eiga þeir endilega að véla um stjórnarskrána?

Eitt það sorglegasta við árin eftir hrunið er að stjórnmálamönnum hefur gersamlega mistekist að vinna traust þjóðarinnar á ný. Það er eiginlega óttalegt hve illa þeim hefur tekist til á því sviði. Sjá til dæmis hér. Fyrir okkur í stjórnlagaráði er það frekar óskemmtileg tilhugsun að margir af hinum lítt traustsverðu þingmönnum telja eindregið að […]

Þriðjudagur 16.08 2011 - 13:44

Ráðherrar á flótta?

Það er tími til að tala og það er tími til að þegja. Stundum er vissulega réttlætanlegt að ráðherrar sýni ekki umsvifalaust öll þau spil sem þeir hafa á hendi. En ráðherrar á hlaupum undan fréttamönnum? Eins og hér er lýst. Ekki kaus ég stjórnmálamenn til þess arna. Gera svo að láta af svona hegðun, […]

Mánudagur 15.08 2011 - 15:24

Hækkið skattana mína! biður Buffett

Bandaríkin eru í djúpum skít af því þar má ekki hækka skatta á hina ofsaríku. Barack Obama hefur ekki bein í nefinu til að takast á við þá. Umræður um skatta í Bandaríkjunum bergmála líka hér á Íslandi, þar sem öllum hugmyndum um hækkun skatta er mætt með ramakveini þeirra sem mesta eiga peningana. Það […]

Föstudagur 12.08 2011 - 12:46

Safnast á söfn

Ég var á ferð á Austfjörðum í vikunni og skoðaði þrjú söfn sem mér finnst ástæða til að benda á. Þórbergssafnið á Hala í Suðursveit er bráðskemmtilegt. Þar er búið að reisa alla veröld Þórbergs á litlu svæði og mjög gaman að skoða hana. Á Neskaupsstað er safnahús þar sem eru sýnd málverk eftir Tryggva […]

Mánudagur 08.08 2011 - 08:15

Það sem þarf …

Það er verið að setja saman fjárlög, það vitum við. Og það hefur þegar komið fram að þau verða ekkert fagnaðarefni. Við erum enn að súpa seyðið af „veislunni“ svokölluðu. Var það ekki Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra sem kallaði bóluna það? En nú stefnir sem sé þriðja haustið í röð í miklar deilur um hvora […]

Sunnudagur 07.08 2011 - 21:52

Ég mun nú gerast veðurfréttamaður

Ég þarf að fara að finna mér eitthvað að gera, nú eftir að stjórnlagaráð hefur lokið störfum. Mér datt í hug að gerast veðurfréttamaður á alþjóðlegri stjórnvarpsstöð. Þeir þurfa víst enga sérstaka menntun. Sá sem birtist hér að neðan er víst kóngurinn í bransanum, Tom Skilling veðurfréttastjóri á einhverri sjónvarpsstöð í Chicago. Chicago er mikil […]

Laugardagur 06.08 2011 - 08:17

Sigurvegararnir eru víðsfjarri

Í dag ættu allir þeir sem staddir eru í Reykjavík að bregða sér í Ráðhúsið stundarkorn og tefla eins og eina skák. Það gæti til dæmis verið passlegt fyrir, eftir eða meðan á Gleðigöngunni stendur. (Rétt er að taka fram að í dag – sunnudag – verður líka opið skákhús í Ráðhúsinu – drífa sig!) […]

Fimmtudagur 04.08 2011 - 15:09

Verndar Gandhi valdastéttina?

Jón Magnússon lögmaður svarar hér pistli sem ég hafði skrifað um orð sem hann lét falla á Pressunni.is um starf stjórnlagaráðs. Það sem mér fannst aðfinnsluverðast við skrif Jóns var dálítið yfirlætisleg ábending hans um að þeir sem sátu í stjórnlagaráði föttuðu ekki hvað starf þeirra skipti litlu máli. Um það snerist minn pistill – […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!