Laugardagur 06.08.2011 - 08:17 - FB ummæli ()

Sigurvegararnir eru víðsfjarri

Í dag ættu allir þeir sem staddir eru í Reykjavík að bregða sér í Ráðhúsið stundarkorn og tefla eins og eina skák.

Það gæti til dæmis verið passlegt fyrir, eftir eða meðan á Gleðigöngunni stendur.

(Rétt er að taka fram að í dag – sunnudag – verður líka opið skákhús í Ráðhúsinu – drífa sig!)

Í Ráðhúsinu bíða verðugir andstæðingar – margir af efnilegustu skákkrökkum landsins.

Gaman að fást við þau! Og rifja upp mannganginn fyrir þá sem hafa ekki teflt lengi.

Í raun snýst málið samt ekki beinlínis um að tefla, og þaðan af síður að vinna sína skák.

Því raunverulegir sigurvegarar í þeim skákum sem þarna verða tefldar verða hvergi nærri.

Hinir eiginlegu sigurvegarar verða nefnilega nauðstödd börn í Sómalíu, þar sem hungursneyð ógnar nú lífi milljóna manna, og ekki síst barna.

Hugmyndin er sú að gestir borgi svolitla upphæð fyrir hverja skák sem þeir tefla við skákkrakkana okkar í Ráðhúsinu.

Kannski þúsundkall, kannski meira, bara eftir getu hvers og eins.

Og peningarnir munu renna þráðbeint til hungraðra barna í Sómalíu.

Hver einasta skák bjargar mannslífi.

Sjá hér.

Taflmennskan byrjar klukkan tíu, nú fyrir hádegi, og stendur til sex síðdegis.

Drífum okkur nú öll í Ráðhúsið og teflum eins og við eigum lífið að leysa.

Líf okkar afrísku barna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!