Sunnudagur 07.08.2011 - 21:52 - FB ummæli ()

Ég mun nú gerast veðurfréttamaður

Ég þarf að fara að finna mér eitthvað að gera, nú eftir að stjórnlagaráð hefur lokið störfum.

Mér datt í hug að gerast veðurfréttamaður á alþjóðlegri stjórnvarpsstöð.

Þeir þurfa víst enga sérstaka menntun.

Sá sem birtist hér að neðan er víst kóngurinn í bransanum, Tom Skilling veðurfréttastjóri á einhverri sjónvarpsstöð í Chicago.

Chicago er mikil vindaborg, og það skýrir kannski launin sem Skilling fær. Og hann er reyndar menntaður veðurfræðingur.

En altént hefur hann víst 20 milljónir íslenskra króna á mánuði.

Ég hef þess vegna ákveðið að fara út í þennan bransa – nema náttúrlega mér berist eitthvað meira spennandi tilboð.

Látið mig endilega vita ef þið fréttið af lausu plássi við veðurfréttirnar á einhverri góðri sjónvarpsstöð.

Það þarf ekki að vera stöðin í Chicago – það er víst algengt að venjulegir veðurfréttamenn nái tveim milljónum íslenskra króna á mánuði á bara frekar vinsælum stöðvum.

En að lokum – ef einhverjum finnst hann eða hún kannast við nafnið Skilling, þá – ójú – hann er bróðir Jeff Skilling, mannsins sem stýrði hinu illræmda fyrirtæki Enron.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!