Föstudagur 12.08.2011 - 12:46 - FB ummæli ()

Safnast á söfn

Ég var á ferð á Austfjörðum í vikunni og skoðaði þrjú söfn sem mér finnst ástæða til að benda á.

Þórbergssafnið á Hala í Suðursveit er bráðskemmtilegt. Þar er búið að reisa alla veröld Þórbergs á litlu svæði og mjög gaman að skoða hana.

Á Neskaupsstað er safnahús þar sem eru sýnd málverk eftir Tryggva Ólafsson á neðstu hæðinni, á miðhæðinni er frábært vélaminja- og verkfærasafn úr fórum Jósafats Hinrikssonar og á efstu hæðinni er snoturt og vel upp sett náttúrugripasafn.

Því miður missti ég af stríðsminjasafninu á Reyðarfirði, en flýti mér á það næst þegar ég á leið austur. Og sömuleiðis á sjóminjasafnið á Eskifirði.

Og svo er safnið um Vatnajökulsþjóðgarð á Skriðuklaustri afar impónerandi. Það er sérlega úthugsað og skipulagt, og stingur skemmtilega í stúf við söfn þar sem leitast er við að sýna sem mest af sem flestu.

Þarna er hvorki of né van.

Fyrir neðan brekkuna þar sem þetta fína safn er, þar er svo verið að grafa upp miðaldaklaustrið, og merkilegt að ganga þar um og reyna að sjá fyrir sér mannlífið á fyrri hluta sexándu aldar þegar Skriðuklaustur var upp á sitt besta.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!