Mánudagur 15.08.2011 - 15:24 - FB ummæli ()

Hækkið skattana mína! biður Buffett

Bandaríkin eru í djúpum skít af því þar má ekki hækka skatta á hina ofsaríku.

Barack Obama hefur ekki bein í nefinu til að takast á við þá.

Umræður um skatta í Bandaríkjunum bergmála líka hér á Íslandi, þar sem öllum hugmyndum um hækkun skatta er mætt með ramakveini þeirra sem mesta eiga peningana.

Það er því ástæða til að benda á þessa grein hér eftir auðkýfinginn Warren Buffett, einn helsta spámann hins aþjóðlega kapítalisma.

Hann er búinn að fá nóg af vælinu í auðkýfingunum vinum sínum og krefst þess af þeim að þeir axli sína ábyrgð.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!