Færslur fyrir maí, 2012

Sunnudagur 13.05 2012 - 18:23

Að búa til andstæðinga

Ég skrifaði um daginn pistil hér á Eyjuna þar sem ég agnúaðist út í sægreifaauglýsingarnar alræmdu. Sjá hér. Þessi pistill hefur orðið tilefni nokkurra umræðna á vef Eyjafrétta í Vestmannaeyjum. Í þágu umræðunnar er kannski ástæða til að halda þeim til haga. Þessar umræður eru kannski lýsandi fyrir bæði mínar skoðanir og annarra. Sigursveinn Þórðarson skrifaði þetta […]

Sunnudagur 13.05 2012 - 11:26

Má optast vænta þess að hann gjöri sig að svíni

Ég hef verið að reka stífan áróður fyrir álfasölu SÁÁ. Og held því áfram í dag, enda er síðasti álfasöludagurinn. Til vitnis um skaðsemi ofdrykkjunnar – sem álfinum er ætlað að sporna gegn – leiði ég hér fram vitnisburð úr gömlu blaði frá 1847. „Sá drukkni eirir  ekki við heimilið, en slórir híngað og þángað, og […]

Laugardagur 12.05 2012 - 17:40

Við græðum öll

Álfasala SÁÁ stendur nú um helgina. Ég hef sagt það áður en endurtek það þá núna: Tvö svona merki eða gripi sem styrktarfélög og samtök selja kaupi ég alltaf og undantekningarlaust á hverju ári. Annars vegar neyðarkall björgunarsveitanna og hins vegar álfinn frá SÁÁ. Fá samtök sinna mikilvægari hlutverki á þessu landi – með djúpri […]

Föstudagur 11.05 2012 - 20:27

Einstaklega ógeðfelldar auglýsingar

Auglýsingarnar sem sægreifarnir flytja nú í sjónvarpinu af miklum móð eru einstaklega ógeðfelldar. Verkalýðsleiðtogar, sjómenn og fólk í ýmsum starfsgreinum vitnar um hve ægilegt það væri að hrófla við kvótakerfinu. Allt saman fólk sem á allt sitt undir sægreifunum. Það er mjög raunalegt að horfa á þetta, því maður fær á tilfinninguna að það sé […]

Miðvikudagur 09.05 2012 - 16:17

Einn og einn álfur

SÁÁ er að selja álfinn sinn þessa dagana. Sjálfur kaupi ég ævinlega álf – og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Margir keppa um aurana okkar, en í fúlustu alvöru held ég að engin samtök á Íslandi síðustu áratugi hafi gert meira til að bæta samfélagið. Losa sem flesta undan andskota alkóhólismans. Flest […]

Miðvikudagur 09.05 2012 - 09:30

„Biskup Íslands er algjör bits“

Í búningsklefanum í sundi snemma í morgun hleraði ég eftirfarandi samræður. Maður sagði við annan: „Ég þoli ekki þennan nýja biskup Íslands. Þegar maður reynir að heilsa henni, þá varla kinkar hún kolli. Hún er algjör bits.“ Hinn svaraði: „Já, kannski var Karl bara betri.“ Ekki legg ég neinn dóm á skoðanir þessa áhugamanna um […]

Þriðjudagur 08.05 2012 - 22:22

Steingrímur situr á kvótafrumvarpi, það fer ekki framhjá!

Auglýsingar útgerðarauðvaldsins eru satt að segja ótrúlegar. Sorglegast er að sjá verkalýðsforkólfa og sjómenn taka þátt í þessu rándýra áróðursstríði húsbændanna í hópi sægreifa. Og lýsingarnar á því hvernig auðn og eymd munu leggjast yfir landið ef útgerðarmennirnir missa minnstu spón úr aski sínum eru yfirgengilegar. Það væri ekkert fráleitt þó næsta auglýsing yrði ný […]

Mánudagur 07.05 2012 - 13:54

Voldugar byggingar

Áform um að reisa eftirlíkingu af miðaldadómkirkju í Skálholti hafa sætt gagnrýni, sjá til dæmis hér. Vissulega er það rétt að sporin hræða. Bygging Þorláksbúðar virðist fíaskó, eins og ætti ekki að koma á óvart þegar fréttist hver var þar helst að verki. Og þó ég hafi ekki komið í Skálholt síðan bygging hennar hófst, […]

Föstudagur 04.05 2012 - 17:09

Varúð! Tröllslegt málþóf framundan!

Nú stefnir í tröllslegt málþóf á Alþingi næstu vikur. Það verður skammarlegt að horfa upp á það, en þingmennirnir sem taka þátt í því munu kæra sig kollótta. Ég veit að stjórnarflokkarnir eiga sína sök á því hvernig komið er. Þeir hafa augljóslega ekki undirbúið málin nógu vel. Þrátt fyrir að hafa í allan vetur […]

Fimmtudagur 03.05 2012 - 15:26

Sextugur unglingur

Þetta er afmæliskveðja. Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi er sextugur í dag. Sú staðreynd sýnir að tíminn líður, því ekki virðist neitt sérlega langt síðan hann kom eins og stormsveipur inn í íslenska bókaútgáfu, kornungur og fullur af eldmóði – enda beinlínis alinn upp í bransanum. Innan við þrítugt var hann farinn að gera sig verulega […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!