Mánudagur 07.05.2012 - 13:54 - FB ummæli ()

Voldugar byggingar

Áform um að reisa eftirlíkingu af miðaldadómkirkju í Skálholti hafa sætt gagnrýni, sjá til dæmis hér.

Vissulega er það rétt að sporin hræða.

Bygging Þorláksbúðar virðist fíaskó, eins og ætti ekki að koma á óvart þegar fréttist hver var þar helst að verki.

Og þó ég hafi ekki komið í Skálholt síðan bygging hennar hófst, þá virðist hún ótvírætt á alveg fullkomlega kolvitlausum stað.

Ég verð hins vegar að viðurkenna að ég hef frá byrjun verið veikur fyrir þessum hugmyndum um miðaldakirkjuna.

Hvort það er nákvæmlega rétti tíminn núna til að standa í því núna, eða hver á að borga hvað, það veit ég ekki.

Og auðvitað skiptir miklu nákvæmlega hvar byggingin verður reist, og hvernig verður búið að henni.

En ég man alltaf hvað ég varð þrumu lostinn á sínum tíma þegar ég uppgötvaði hvað þessar miðaldakirkjur í Skálholti hefðu verið stórar og glæsilegar og mikil smíði.

Maður var orðinn vanur því að hugsa sem svo að langt fram undir 1800 hefði eiginlega aldrei verið reist á Íslandi annað en lágreist hús og jafnvel hálfgerð hrófatildur.

Æ síðan hefur mig langað að sjá svona volduga kirkju.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!